Chris Smalling hefur ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu til þess að svara Jose Mourinho, fyrrum stjóra liðsins. Mourinho var rekinn úr starfi í fyrradag.
Smalling hefur ekki spilað síðustu mánuði en Mourinho hafði sagt í viðtölum að Smalling væri ekki nógu harður af sig.
Mourinho vildi að Smalling myndi spila í gegnum sársaukann en læknateymi Roma var ekki hrifið af þeirri hugmynd.
„Ég vil koma hingað og segja mína hlið af sögum sem hafa verið í gangi. Ég hef aldrei beðið um það að fara frá félaginu,“ segir Smalling.
„Síðustu mánuðir hafa verið á meðal þeirra erfiðustu á mínum ferli, meiðsli eru einn af þeim hlutum sem við stjórnum ekki.“
„Það vill enginn knattspyrnumaður liggja á sjúkrabekknum, það hefur verið áskorun að vera ekki með liðsfélögum mínum. Það hefur komið bakslag eftir bakslag.“
„Ég mun alltaf gera allt fyrir liðsfélaga mín, læknalið Roma vill hins vegar að ég sé klár í seinni hluta tímabilsins og vill að ég nái mér alveg góðum.“