Ungmennafélagið Grindavík hefur sett í sölu sérstaka treyju sem er ætluð til þess að styrkja yngri flokka starf félagsins nú á erfiðum tímum.
Ekdgos í og við Grindavík hafa orðið til þess að fólk má ekki vera í bænum og óvíst er hvenær fólk getur aftur snúið heim til sín.
Félagið leitar því leiða til þess að láta hlutina ganga en æfingar og leikir félagsins fara nú fram á höfuðborgarsvæðinu.
Styrktartreyjan “ÉG TRÚI – 240” verður framleidd í takmörkuðu upplagi og mun allur ágóðinn af sölunni renna til yngri flokka starfs Ungmennafélags Grindavíkur.
Pöntunarfrestur er til 31. janúar en treyjan er sérhönnuð sem mun taka 2 mánuði í framleiðslu og verða tilbúin til afhendingar í lok mars.