Aston Villa og FC Kaupmannahöfn hafa bæði lagt fram tilboð í Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörð Íslands. Það er Fabrizio Romano, sá virtasti er kemur að félagaskiptamálum, sem segir frá þessu.
Hákon er á mála hjá Elfsborg í Svíþjóð og var frábær á síðustu leiktíð. Þá virðist sem hann sé búinn að klófesta stöðu aðalmarkvarðar í íslenska landsliðinu.
Romano segir frá því að tilboð Villa hljómi upp á 2 milljónir evra en tilboð FCK upp á 1,7 milljónir evra.
Einnig kemur fram að fjöldi liða sé á eftir Hákoni, sem er fæddur árið 2001. Hann gæti þurft að taka stóra ákvörðun á næstunni.
🚨 EXCL: Aston Villa and Copenhagen have both sent formal bid to sign Hákon Rafn Valdimarsson.
Nothing done yet as 2001 born GK is wanted by several clubs. 🇮🇸
Aston Villa have sent bid in excess of €2m… while Copenhagen offered around €1.7m. pic.twitter.com/yVRdUiabey
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 18, 2024