Armando Broja gæti yfirgefið Chelsea í þessum mánuði en hann fer ekki ódýrt.
Þessi 22 ára gamli framherji hefur ekki fundið sig á leiktíðinni og er Chelsea til í að losa sig við hann fyrir rétt verð.
Fulham, West Ham og Wolves hafa öll áhuga en Telegraph segir hins vegar að Chelsea sé búið að skella 50 milljón punda verðmiða á hann.
Ekki er víst hvort Chelsea fái inn nýjan framherja ef Broja fer en Christopher Nkunku er að snúa aftur úr meiðslum.