Kyle Walker bakvörður Manchester City reynir að bjarga hjónabandinu sínu með Annie Kilner en hún henti honum út heima eftir jólin.
Þá kom í ljós að Walker hafði barnað Lauryn Goodman í tvígang. Kilner vissi af fyrra barninu en Walker hafði neitað fyrir að eiga það síðara.
Goodman setti sig í samband við Kilner og sagði frá því að Walker ætti seinna barnið líka.
Walker og Kilner hafa gengið í gegnum ýmislegt en hún er nú ófrísk af þeirra fjórða barni. Heimildarmaður enskra blaða segir að Walker reyni að bjarga hjónabandinu en það sé líklega of seint.
Kilner er genginn sex mánuði á leið en ensk blöð náðu myndum af þeim í gær þar sem þau hittust og Walker sótti ferðatösku í bílinn hjá Kilner.