Kenny Tete leikmaður Fulham vekur athygli eftir að hafa ákveðið að leigja sér hjól til að komast heim eftir tapleik gegn Chelsea.
Fulham og Chelsea eru nágrannar og því ákvað Tete að skila bílinn eftir heima í þetta skiptið.
Tete ákvað að leigja sér hjóla frá fyrirtækinu Lime til að hjóla heim af Stamford Bridge.
Flestir leikmenn í enska boltanum nota eigin bíl eða eru með bílstjóra til að skutla sér heim eftir leik.
Tete lét hjólið duga og vakti nokkra athygli þegar hann straujaði heim frá Stamford Bridge en hjólið er vinsæll ferðamáti í heimalandi hans, Hollandi.
Chelsea vann 1-0 sigur á Fulham á laugardag en liðin fá nú tveggja vikna vetrarfrí.