Það var baulað hressilega á Toni Kroos, leikmann Real Madrid, í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í gær.
Real Madrid vann 4-1 sigur á Barcelona í leiknum en hann fór fram í Sádi-Arabíu.
Kroos er ekki sá vinsælasti í landinu eftir að hann gagnrýndi leikmenn í sumar sem færu í deildina þar á besta aldri.
Fjöldi stjarna hefur haldið til Sádí undanfarið. Kroos sagðist skilja eldri leikmenn en ekki þá sem væru á hátindi ferilsins.
Fyrir þetta uppskar Kroos mikið baul í leiknum og eftir hann.
Eftir leik fengu allir leikmenn Real Madrid bol. „Meistarar,“ stóð aftan á honum en það var einnig texti á arabísku. Kroos var sá eini sem fór ekki í bolinn.
Valverde laughing at Kroos getting booed by the crowd 😂 pic.twitter.com/Ympzawkx1O
— WolfRMFC (@WolfRMFC) January 15, 2024