Everton og Nottingham Forest fá að vita af því í dag hvort félögin verði ákærð af ensku deildinni fyrir að brjóta reglur um fjármál félaga, er talið að félögin hafi verið rekin í of miklu tapi.
Tíu stig voru tekin af Everton fyrr á þessu tímabili en félagið gæti fengið fleiri kærur á sig.
Nottingham Forest hefur eytt 250 milljónum punda í leikmenn á rúmum átján mánuðum.
Félagið er því í hættu á að fá á sig ákærur og missa jafnvel stig.
The Athletic segir að bæði félög séu meðvituð um málið og séu að undirbúa vörn sína til að reyna að verjast ákærum frá ensku deildinni.
Everton hefur eytt um efni fram undanfarin ár og nú gætu fleiri stig verið tekin af félaginu.