Tottenham bætti met í sögu félagsins í jafnteflinu gegn Manchester United í gær.
Liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni og gerðu 2-2 jafntefli. United komst tvisvar yfir með mörkum Rasmus Hojlund og Marcus Rashford en Tottenham svaraði með mörkum Richarlison og Rodrigo Bentancur.
Þetta þýðir að Tottenham er nú búið að skora í 33. deildarleikjum í röð sem er met í sögu félagsins.
Úrslitin í gær þýða að Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig, 8 stigum á undan United sem er í sjöunda sæti.