Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, neitar að tjá sig um þær sögusagnir að félagið sé á eftir undrabarninu Evan Ferguson.
Þetta sagði Pochettino eftir leik Chelsea í gær þar sem liðið spilaði við Fulham og vann 1-0 heimasigur.
Ferguson hefur verið sterklega orðaður við enska stórliðið undanfarið en hann spilar með Brighton og er 18 ára gamall.
Chelsea vantar mögulega framherja í þessum mánuði en Pochettino vildi alls ekki láta draga sig út í sögur vikunnar.
,,Nei, ég ætla ekki að tala um þessa sögusagnir þar sem ég vil sýna öðrum virðingu,“ sagði Pochettino.
,,Við erum ekki í viðræðum. Við erum að skoða þann hóp sem við erum með og ef eitthvað gerist þá getum við talað saman.“