fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Símtal sem Chelsea þarf að hringja strax í dag – ,,Fá hann í klefann til að ná til leikmanna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. janúar 2024 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er með ráð fyrir Chelsea sem gæti hjálpað félaginu á þessu tímabili.

O’Hara ráðleggur Chelsea að hringja í fyrrum fyrirliða sinn, John Terry, og fá hann til starfa en þónokkuð er síðan hann lagði skóna á hilluna.

Terry þekkir það þó vel hvað það þýðir að spila fyrir Chelsea, annað en margir leikmenn sem leika með liðinu í dag.

Metnaðurinn virðist ekki vera mikill hjá leikmönnum Chelsea sem hefur alls ekki verið sannfærandi á tímabilinu hingað til.

,,Það fyrsta sem þeir ættu að gera er að hringja í John Terry og fá hann í klefann til að ná til þessara leikmanna,“ sagði O’Hara.

,,Margir hafa gleymt því hvað það þýðir að spila fyrir knattspyrnulið Chelsea og það þarf að minna þá á hvað er í húfi.“

,,Ég man þegar ég spilaði gegn Chelsea og þeir voru með leikmenn eins og Terry, Michael Ballack, Frank Lampard, Ashley Cole og Didier Drogba.“

,,Þetta voru leikmenn sem mættu til leiks og náðu í úrslit á útivelli, þeir börðust fyrir úrslitunum og náðu svo frábærum árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona