Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, er búinn að jafna met Robert Lewandowski í þýsku Bundesligunni en um er að ræða tvo frábæra markaskorara.
Kane skoraði í vikunni gegn Hoffenheim en hans lið vann sannfærandi 3-0 sigur á þeim bláklæddu.
Kane hefur nú skorað 22 mörk í fyrri umferð Bundesligunnar sem jafnar met sem Lewandowski setti á sínum tíma fyrir sama lið.
Enginn annar leikmaður hefur skorað 22 mörk er deildin er hálfnuð fyrir utan þessar tvær goðsagnir.
Kane gekk í raðir Bayern í sumar en hann hafði fyrir það raðað inn mörkum með Tottenham á Englandi.