Birkir Már Sævarsson mun spila með Val næstkomandi sumar en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.
Um er að ræða goðsögn í íslenska landsliðinu sem lék lengi sem atvinnumaður en sneri heim fyrir um sex áruim síðan.
Birkir verður fertugur í nóvember á þessu ári en hann ætlar að taka eitt tímabil til viðbótar á hlíðarenda.
Birkir á að baki 103 landsleiki fyrir A landslið Íslands og spilaði bæði í Noregi og í Svíþjóð á sínum atvinnumannaferli.
Bakvörðurinn talar um að þetta sé hans ‘síðasti dans’ með Valsliðinu og verða skórnir farnir í hilluna í lok næsta tímabils.