Diogo Costa og Mike Maignan eru verðmætustu markmenn í heimi ef marka má Transfermarkt en þeir eru metnir á 45 milljónir evra.
Costa leikur með FC Porto og er í markinu í landsliði Portúgals en Mike Maignan er markvörður í landsliði Frakklands.
Fleiri góðir komast á listann en Ederson hjá Manchester City og Andre Onana hjá Manchester United eru á listanum.
Transfermarkt tekur mið af aldri leikmanna, samningi þeirra og hvað þeir hafa gert innan vallar síðustu ár.
Athygli vekur að Alisson Becker hjá Liverpool kemst ekki á listann.
Tíu verðmætustu markmenn í heimi:
Diogo Costa – FC Porto – €45 million
Mike Maignan – AC Milan – €45 million
Gianluigi Donnarumma – PSG – €40 million
Gregor Kobel – Borussia Dortmund – €40 million
Ederson – Manchester City – €40 million
Andre Onana – Manchester United – €40 million
David Raya – Arsenal/Brentford – €35 million
Jan Oblak – Atletico Madrid – €35 million
Thibaut Courtois – Real Madrid – €35 million
Marc Andre Ter Stegen – Barcelona – €35 million