Ást til kóngsins, skrifar Benni McCarthy þjálfari hjá Manchester United við færslu Jadon Sancho á Instagram. United lánaði Sancho til Dortmund í gær.
Sancho hefur ekki fengið að spila með United frá því í ágúst en hann fór í stríð við Erik ten Hag.
Benni McCarthy er hins vegar að því virðist mikill Sancho maður og sér á eftir þessum snjalla kantmanni.
🚨🗣️ Manchester United attacking coach Benni McCarthy comments under Jadon Sancho’s IG post: “❤️👑” #MUFC pic.twitter.com/94kR8BW6F8
— mufcmpb (@mufcMPB) January 12, 2024
United vildi ekki leyfa Dortmund að hafa klásúlu til að kaupa Sancho næsta sumar þar sem framtíð Ten Hag er í lausu lofti.
Ten Hag þarf að eiga góðan seinni hluta á tímabilinu til að halda starfinu en Sancho gæti fengið nýtt tækifæri hjá United næsta sumar.