Forráðamenn Chelsea vilja ólmir sækja sér framherja en líklega verður það ekki fyrr en í sumar að félagið láti til skara skríða.
Ensk götublöð segja að Victor Osimhen framherji Napoli sé þar efstur á lista en hann er með klásúlu um að fara.
Dusan Vlahovic framherji Juventus er nefndur til sögunnar, Viktor Gyokeres framherji Sporting Lisbon og Victor Boniface hjá Leverkusen eru einnig á blaði.
Þá er Chelsea farið að horfa í Evan Ferguson framherja Brighton sem er mjög eftirsóttur.
Ungi írski framherjinn er kraftmikill og gæti hentað í langtíma plan Chelsea sem hefur keypt mikið af ungum leikmönnum.