fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Segir Ten Hag í raun bara vera á reynslu hjá United eftir breytingarnar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með komu Sir Jim Ratcliffe til Manchester United telur Jamie Carragher að starf Erik ten Hag sé í hættu, hann segir hann í raun ekki vera fastráðinn stjóra í dag heldur vera á reynslu.

Ten Hag er í vandræðum í starfinu en með nýju eignarhaldi gæti Ratcliffe vilja sækja sér stjóra sem hann vill að taki liðið áfram.

Ratcliffe mætir í fyrsta skiptið í stúkuna sem eigandi Manchester United á sunnudag þegar liðið mætir Tottenham.

„Ef þú ert Sir Jim Ratcliffe og þú ert að eyða milljörðum punda í félagið, eitt af hans fyrstu verkefnum er að skoða hvort hann sé með stjóra sem hann treytir,“ segir Carragher.

„Ratcliffe mætir á sinn fyrsta leik um helgina og mun horfa til þess hvort Ten Hag sé stjórinn til endurbyggja félagið.“

Ten Hag hefur ekki fundið taktinn á þessu tímabili og nokkur slæm úrslit í röð gætu kostað hann starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“