fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Segir frá samskiptum við Mourinho – Voru miklir vinir en svo fór allt í hund og kött

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 11:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker, sjónvarpsmaður á Englandi og fyrrum landsliðsmaður Englands í knattspyrnu segir frá samskiptum sínum við Jose Mourinho sem í dag stýrir Roma.

Lineker og Mourinho urðu miklir vinir þegar Mourinho kom fyrst til Englands og tók við þjálfun Chelsea.

„Þegar hann kom hingað fyrst þá var hann þessi magnaði karakter, hann var alltaf í gír og var virkilega fyndinn. Ég held að leikurinn okkar hafi dregið kraft úr honum í gegnum árin,“ segir Lineker.

„Ég gerði litla heimildarmynd um hann og við vorum alltaf í samskiptum, hann sendi mér skilaboð eftir Match of the Day þætti og sagði að við værum að gera frábæra hluti.“

„Þetta var svona í tvö ár en svo gerðist eitthvað sem ég skil ekki enn í dag hvað var.“

Lineker átti að veita Mourinho verðlaun á hátið hjá GQ blaðinu en Mourinho neitaði að taka við verðlaunum frá Lineker og því var honum skipt út.

Það var svo þegar Mourinho var stjóri Manchester United sem málið hélt. „Ég var að stýra umfjöllun um leik í Meistaradeildinni hjá þeim, ég fór upp í stúkuna hjá stjórnendum og fékk mér vínglas með Ed Woodward (Stjórnarformanni United á þeim tíma), hann er nágranni minn og ég þekki hann mjög vel.“

„Ég er að fá mér drykk þegar Mourinho kemur en hann fer beint út, hann sendi svo SMS á Woodward og spurði af hverju hann væri að tala við mig.“

„Ég veit ekki enn í dag hvað gerðist, þetta er langt síðan en ég veit ekki hvað gerðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Í gær

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs
433Sport
Í gær

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool