Marc Overmars hefur verið settur í tveggja ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu á innlendum og alþjóðavettvangi.
Overmars yfirgaf stöðu sína hjá Ajax í upphafi ársins 2022 í kjölfar þess að upp komst um óviðeigandi skilaboð til samstarfskvenna hans hjá félaginu.
Hollenska knattspyrnusambandið hafði áður sett Overmars í bann en nú er hann bannaður um allan heim.
Overmars getur því ekki starfað áfram hjá belgíska félaginu Royal Antwerp, þar sem hann var tæknilegur ráðgjafi. Hann hóf störf þar eftir að hann var látinn fara frá Ajax.
Overmars er goðsögn hjá enska stórliðinu Arsenal, þar sem hann varð Englands- og bikarmeistari.