Orðrómur um að Marseille í Frakklandi sé á eftir Anthony Martial framherja Manchester United er ekki réttur.
Fabrizio Romano segir frá því að franska félagið hafi ekki áhuga á franska framherjanum.
Martial má fara frá United í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar og verður ekki endurnýjaður.
Martial hefur aldrei náð flugi hjá United en hann kom til félagsins fyrir rúmum 8 árum síðan.
Fá félög virðast hafa áhuga á framherjanum sem gæti klárað tímabilið á Old Trafford áður en hann heldur annað.
🔵⚪️⛔️ Anthony Martial has never been discussed as an option for Olympique Marseille. Club didn't reject anything as negotiations never took place.
The situation around Martial remains quiet so far.
More: no talks taking place over new deal with Man United. pic.twitter.com/wihOkv0qb3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2024