fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Leikur Manchester United færður á hlutlausan völl?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að leikur Manchester United í 4. umferð enska bikarsins verði færður á hlutlausan völl.

United tryggði sig áfram með sigri á Wigan á mánudag en næsta umferð fer fram síðustu helgina í þessum mánuði.

Þar mæta lærisveinar Ten Hag Newport County, sem spilar í ensku D-deildinni, eða utandeildarliðinu Eastleigh.

Liðin mætast í endurteknum leik á heimavelli Eistleigh á þriðjudag og vinni heimamenn fá þeir heimaleik gegn United.

Leikvangur þeirra tekur hins vegar aðeins rúmlega 5 þúsund manns. Ljóst er að gífurleg eftirspurn verður eftir miðum taki liðið á móti United og er því velt upp hvort leikurinn verði færður.

Félagið stefnir að því að spila á heimavelli sínum, fari það í leikinn, en fari það á skjön við öryggisviðmið mun Eastleigh skoða að færa leikinn á hlutlausan völl. Þyrfti það að vera sá völlur sem er næst þeirra velli og hentar.

Eastleigh ætlar annars að reyna að auka fjölda sæta með bráðabirgðastúkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Í gær

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli