Chelsea hefur ákveðið að kalla David Datro Fofana til baka úr láni frá Union Berlin.
Fofana, sem er frá Fílabeinsströndinni, kom til Chelsea fyrir ári síðan frá Molde í Noregi. Hann var svo lánaður til Union í sumar.
Sóknarmaðurinn hefur spilað 12 leiki í þýsku úrvalsdeildinni en kemur nú aftur til Chelsea.
Fofana mun þó ekki spila með Chelsea eftir áramót en hann verður lánaður út á ný.
Chelsea kallaði Andrey Santos einnig til baka úr láni frá Nottingham Forest á dögunum vegna lítils spiltíma hans þar.
🚨🔵 Chelsea have officially activated the recall clause for David Datro Fofana, as revealed last week.
…and he’s gonna leave the club again in January. pic.twitter.com/9LyigDVw0V
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2024