fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Áhorfendur skildu hvorki upp né niður er þeir kveiktu á sjónvarpinu – „Hver er tilgangurinn með þessu?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur á leik Middlesbrough og Chelsea í enska deildabikarnum í gær botnuðu ekki í búningavali síðarnefnda liðsins.

Um var að ræða fyrri leik í undanúrslitum. Boro fór með óvæntan sigur af hólmi, 1-0.

Það vakti athygli að Chelsea var í varabúningi sínum þrátt fyrir að ekkert hefði stoppað liðið að vera í sínum hefðbundnu bláu treyjum gegn rauðum Boro-mönnum.

Það sem vakti enn meiri athygli var það að varabúningur Chelsea er ekki allt of frábrugðin aðalbúningnum. Hann er dökkblár á meðan aðalbúningurinn er ljósari.

„Hver er tilgangurinn með þessu?“ skrifaði einn netverji og margir tóku í sama streng.

Seinni leikur Chelsea og Boro fer fram eftir tæpar tvær vikur á Stamford Bridge.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Liverpool og Fulham. Fyrri leikurinn fer fram á Anfield í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar