Slúðurmiðlar á Englandi halda því fram að Arsenal hafi áhuga á því að kaupa Amadou Onana miðjumann Everton nú í janúar.
Everton þarf að fá peninga í kassann og er Onana einn verðmætasti leikmaður liðsins.
Landsliðsmaðurinn frá Belgíu var frábær á síðustu leiktíð og sýndi Manchester United honum áhuga í sumar.
Sama dag og þessar kjaftasögur birtast setti umboðsmaður hans og systir inn mynd af sér í leigubíl í London.
Telja margir að hún sé þarna að gefa því undir fótinn að viðræður við Arsenal séu í gangi.
Arsenal vill styrkja lið sitt í janúar en Onana er miðjumaður en flestir stuðningsmenn liðsins vilja fá sóknarmann.