Það hefur orðið U-beygja í fréttum af miðverðinum Radu Dragusin hjá Genoa.
Dragusin hefur þegar gert samkomulag um eigin kjör við Tottenham og höfðu flestir talið að hann væri á leið þangað en nú hefur Bayern Munchen slegist í kapphlaupið.
Nú segir Fabrizio Romao frá því að Dragusin þurfi að taka ákvörðun um framtíð sína á næstu klukkutundum. Genoa mun samþykkja bæði tilboð Tottenham og Bayern.
Tilboð Tottenham hljóðar upp á 25 milljónir evra, 5 milljónir evra síðar meir og Djed Spence á láni.
Bayern er að bjóða rúmar 30 milljónir evra í leikmanninn.
Dragusin er rúmenskur miðvörður sem hefur verið frábær á þessari leiktíð með Genoa, en hann er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar þar.
⏳🇷🇴 Radu Dragusin has to decide his future in the next hours — Genoa will accept both Bayern and Spurs bids, as revealed.
◉ €25m plus €5m and Djed Spence on loan from Spurs.
◉ Bit more than €30m fee from Bayern.
Spurs hope Dragusin will confirm personal terms agreement. pic.twitter.com/M7cfFcOKcH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 9, 2024