Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United telur að meira sé í máli Jadon Sancho hjá félaginu en Erik ten Hag lætur frá sér.
Sancho hefur ekki spilað frá því í ágúst, Erik ten Hag steig þá fram og gagnrýndi Sancho opinberlega en kantmaðurinn svaraði fyrir sig og sakaði stjórann um dylgjur.
Sancho er á leið til Dortmund á láni en hann hefur neitað því að biðja Ten Hag afsökunar.
„Stjórinn situr þarna og frá hans sjónarhóli telur hann sig hafa gert allt,“ segir Ferdinand.
„Hann telur sig ekki ná neinu úr Sancho, núna er bara komin sú staða að hann fer á láni til Dortmund. Stjórinn stígur svona fram en ég er á því að það sé eitthvað meira sem hefur gengið á.“
Bróðir hans Anton tók svo til máls og sagði. „Þetta er persónulegt, þetta er eitthvað meira en fótbolti.“