fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Eiginkona stjörnunnar aðeins 18 ára gömul – Mikill aldursmunur á þeim

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Sadio Mane giftist hinni 18 ára gömlu Aisha Tamba um helgina í heimalandi sínu, Senegal. Fjölmiðlar um heim allan fjalla um þetta.

Þetta hefur vakið athygli en sjálfur er Mane 31 árs gamall og því töluverður aldursmunur á þeim.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi Mane og Tamba hafa verið saman en þau hittust fyrst þegar hún var 16 ára gömul.

Sadio Mane / GettyImages

Einnig er sagt frá því í fréttum ytra að Mane hafi greitt skólagjöld hennar á námsárunum.

Mane er í dag leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann var þar áður hjá Bayern Munchen en er auðvitað þekktastur fyrir ár sín hjá Liverpool.

Sóknarmaðurinn er á leið í Afríkukeppnina með Sengal en þar hefjast leikar 13. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll