fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
433Sport

Arnar heiðarlegur og hefði glaður viljað losna við nafna sinn úr landi – „Ef maður hugsar um rassgatið á sjálfum sér“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, vonast eftir því að heyja mikla og harða baráttu við Víking Reykjavík í Bestu deild karla næsta sumar. Valur endaði í öðru sæti á síðasta ári en veitti Víkingum aldrei mikla samkeppni.

Arnar er á leið inn í sitt annað tímabil með Val. Hann segist hafa verið að hissa að sjá ekki Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, fara í atvinnumennsku eftir að Arnar fór í viðræður við Norrköping. Hann hefði fagnað því að sjá hann fara.

„Miðað við hvernig hlutirnir voru settir upp og miðað við það sem ég heyrði, þá hélt ég að þetta væri klappað og klárt. Þetta hefði verið kærkomið tækifæri fyrir hann, svo hefði verið fínt að losna við hann. Ef maður hugsar um rassgatið á sjálfum sér,“ segir Arnar í sjónvarpsþætti 433.is.

video
play-sharp-fill

Nokkur rígur hefur verið á milli Breiðabliks og Víkings undanfarin ár en nú er að hitna í kolunum á milli Víkings og Vals.

„Það kemur bara í ljós, ég vona það. Ég vona að við getum veitt þeim keppni, það er markmiðið. Við viljum henda þeim af stalli og vera í þeirra sporum.“

„Það er kalt á toppnum og það vilja allir komast þangað, það er verkefni.“

Spurt var út í það hvort varamannabekkur Víkings væri að gera í því að espa hlutina upp og fá hita í leikinn.

„Maður getur oft verið barnalegur, það má vel vera að það leggi þetta eitthvað upp sem taktík. Ég hafði þjálfara í Club Brugge sem var aggresívur við dómarana frá byrjun, keyra á þá eftir leik ef það gengur illa. Hann vildi meina að þetta virkaði því þeir vilji ekki slæmt umtal. Þetta var taktík sem hann var með.

„Það má vel vera að það sé hérna, Arnar var grimmur við dómarana í fyrra og komst upp með það. Talaði að þeir væru upp til hópa að þeir væru ömurlegir, maður gat ekki séð að þeir hafi ekki fengið verri dómgæslu.“

Hann segir flesta þjálfara í deildinni vera á því að Víkingur sé grófasta lið deildarinnar en spjöldin segi ekki þá sögu.

„Við erum allir að tala um að þeir séu grófastir í deildini, ég er að hrósa þeim þá þegar ég segi það. Þeir eru með fæst spjöld, maður spyr sig þá hvar er dómgæslan. Ef þú ætlar að vinna þá verður þú að vera líkamlega öflugt lið, Valur þarf að matcha Víking þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kölluðu goðsögnina ‘tíkarson’ fyrir stórleikinn í gær – Tengdist leiknum ekki neitt

Kölluðu goðsögnina ‘tíkarson’ fyrir stórleikinn í gær – Tengdist leiknum ekki neitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United of seint að blanda sér í baráttuna

Manchester United of seint að blanda sér í baráttuna
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds og félagar vilja semja við markvörð Arsenal

Ryan Reynolds og félagar vilja semja við markvörð Arsenal
433Sport
Í gær

Eru dagar Onana hjá United þegar taldir? – Spænskur markvörður sagður á blaði

Eru dagar Onana hjá United þegar taldir? – Spænskur markvörður sagður á blaði
Hide picture