Cameron Walsh 16 ára leikmaður Grimsby Town lést í slysi um helgina en félagið syrgir hann í yfirlýsingu.
Ekki kemur fram hvernig slysi Walsh varð fyrir en faðir hans lést einnig í slysinu.
„Það er með sorg í hjarta sem vð greinum frá andláti hins unga og lífsglaða, Camerwon Walsh og föður hans Dave,“ segir félagið í yfirlýsingu.
Segir í yfirlýsingunni að hið hræðilega slys hafi átt sér stað á laugardaginn þar sem þeir feðgar létu báðir lífið.
Walsh þótti efnilegur knattspyrnumaður en hann var einnig afar vel liðinn af leikmönnum Grimsby og þótti drengurinn ungi koma vel fyrir.