Lögreglan í Northumbria leitar af manni gerði lítið úr Garry Speed þegar Sunderland og Newcastle áttust við í enska bikarnum á laugardag.
Færsla hefur verið á samfélagsmiðlum þar sem einn stuðningsmaður Sunderland er að gera lítið úr Garry Speed fyrrum leikmanni Newcastle.
Speed tók eigið líf árið 2011 en hann hafði glímt við andleg veikindi.
„Við töpuðum kannski í dag en við hengdnum okkur ekki fyrir það að vera samkynhneigð,“ stóð í færslu á X-inu frá nafnlausum aðgangi.
Færslan fór strax á borð lögreglu sem reynir að hafa upp á manninum. „Við vitum af þessari færslu og erum með málið til rannsóknar,“ segir lögreglan í Northumbria.