Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, bauð upp á gott grín í gær er lið hans mætti Sunderland í enska bikarnum.
Gordon og hans menn eru komnir áfram í næstu umferð en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur.
Leikmaður Sunderland, Trai Hume, reif treyju Gordon í leiknum og var brot dæmt í kjölfarið.
Gordon svaraði á skemmtilegan hátt og svaraði: ‘Eftir leikinn, ég skal láta þig fá treyjuna eftir leikinn.’
Myndband af þessu má sjá hér.
Gordon is a hero. 🦸 “after the game mate.” #nufc
— Kev Lawson (@Edit_Kev) January 6, 2024