Ansi skondið atvik átti sér stað á Ítalíu í gær er Inter Milan vann dramatískan sigur á Verona í efstu deild.
Davide Frattesi skoraði sigurmark Inter í leiknum og kom liðinu í 2-1 þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna.
Verona gat svo jafnað metin á 100. mínútu úr vítaspyrnu en sú spyrna fór forgörðum og sigur heimamanna staðreynd.
Frattesi fagnaði vel og innilega eftir markið, svo mikið að hann sást á nærbuxunum í beinni útsendingu.
Mynd af þessu má sjá hér.