Það er ansi undarleg ástæða fyrir því að undrabarnið Lamine Yamal var ekki valinn í leikmannahóp Barcelona fyrir leik gegn Barbastro í kvöld.
Um er að ræða leik í spænska konungsbikarnum en Barbastro leikur í fjórðu efstu deild á Spáni.
Yamal er gríðarlegt efni og er aðeins 16 ára gamall en hann getur óvænt ekki tekið þátt í viðureigninni.
Ástæðan er sú að Yamal fékk að líta rautt spjald á síðasta ári er hann lék með unglingaliði Barcelona í konungsbikar unglingaliða.
Það bann heldur sér í keppni í meistaraflokki og má Yamal heldur ekki spila leik liðsins í næstu umferð.