fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Vonar að Manchester United horfi til Sádi Arabíu – ,,Hann mun alltaf skora sín mörk“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. janúar 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætti að horfa til Sádi Arabíu í janúarglugganum í leit að framherja sem getur aðstoðað Rasmus Hojlund í vetur.

Hojlund hefur leitt línu United á tímabilinu en er aðeins með eitt mark í 15 deildarleikjum hingað til.

Flestir eru sammála um að þessi tvítugi strákur sé ekki tilbúinn í að vera nía United svo ungur að aldri og þarf hann meiri tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Louis Saha, fyrrum framherji United, telur að félagið ætti að horfa til Karim Benzema sem gerði garðinn frægan með Real Madrid.

Benzema er 36 ára gamall og leikur með Al-Ittihad og hefur þar skorað níu mörk í 15 leikjum.

,,Benzema mun hrista upp í hlutunum í framlínu Manchester United og það er það sem þeir þurfa,“ sagði Saha.

,,Hann mun alltaf skora sín mörk og mun tengja spilið mun betur. Þetta er bara minn draumur en Karim er enn mikill atvinnumaður og er framherji sem Hojlund getur lært af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona