Það eru ekki allir eins eins djarfir í knattspyrnuheiminum en sumir fyrrum leikmenn hafa tekið ansi undarlegar ákvarðanir.
Það má segja um fyrrum leikmann Tottenham, Pascal Chimbonda, sem gerðist þjálfari Skelmersdale United í október á síðasta ári.
Um er að ræða lið sem leikur í níundu efstu deild á Englandi en Chimbonda hefur nú ákveðið að gera enn meira og ætlar að spila með liðinu.
Chimbonda hefur gert samning við sjálfan sig þremur mánuðum eftir að hafa tekið við liðinu en það eru fimm ár síðan hann lék síðast knattspyrnuleik.
Möguleiki er á að Chimbonda verði í vörninni þegar Skelmersdale spilar við Bury þann 27. janúar næstkomandi.
Ástæðan fyrir töfinni er sú að Chimbonda er þessa stundina í leikbanni en hann var rekinn af hliðarlínunni undir lok síðasta árs og fékk þriggja leikja bann
Chimbonda á að hafa sagt dómurum leiksins að fara til fjandans og er einnig nefnt að hann hafi notað nafn móður þeirra í ósmekklegri kveðju.