Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Chelsea, er steinhissa á að sitt fyrrum félag sé að íhuga að selja miðjumanninn Conor Gallagher.
Gallagher ku vera til sölu í janúarglugganum en Tottenham er talið líklegast í þeirri baráttu.
Miðjumaðurinn hefur fengið reglulega að spila á þessu tímabili en um er að ræða uppalinn dreng sem var í láni hjá Crystal Palace í fyrra.
,,Ég skil mjög vel að stuðningsmenn Chelsea séu reiðir yfir því að Gallagher gæti verið á leið til Tottenham,“ sagði Petit.
,,Þetta kom mér svo mikið á óvart þegar ég las fréttirnar, ég hugsaði með mér hvort þetta væri brandari. Hver var þá tilgangurinn í að kalla hann til baka úr láni frá Crystal Palace?“
,,Hann var að njóta sín þar og var að þroskast í alvöru leikmann en þeir vildu fá hann aftur. Þeir hafa keypt þúsund leikmenn og nú þurfa þeir pening og vilja selja einn sinn besta mann.“