Freyr Alexandersson var í dag staðfestur sem stjóri KV Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Hann er keyptur frá Lyngby í Danmörku. Freyr kvaddi Lyngby á einlægan hátt í myndbandi sem birtist fyrir skömmu.
„Kæra Lyngby-fjölskylda, eða vinir eins og ég kalla ykkur núna. Ég hef upplifað frábæra tíma með ykkur. Ég hef verið svo heppinn að vera hluti af þessum fótboltaklúbb sem hefur svo mikla merkingu fyrir mig og mína fjölskyldu. En nú er kominn tími til að kveðja, því miður,“ segir Freyr.
Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra. Nú fer hann hins vegar annað.
„Ég hef fengið tækifæri og hef ákveðið að fara til Belgíu og þjálfa þar. Ég vil segja takk við alla í kringum klúbbinn, alla Lyngby-fjölskylduna sem hefur svo mikla merkingu fyrir mig og minn feril. Ég mun aldrei gleyma því sem við höfum upplifað saman.
Ég er viss um að það sem við höfum byggt hér sé svo sterkt að klúbburinn muni halda áfram að standa sig. Það er svo duglegt fólk hérna, svo gott fólk sem er með stóra sýn fyrir klúbbinn,“ segir Freyr og heldur áfram.
„Ég segi það frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir ykkar stuðning. Áfram Lyngby.“
Kveðjuræðu Freys má sjá hér að neðan.
❝Alle i Lyngby-familien betyder utrolig meget for mig, og de oplevelser, som vi har haft sammen, kommer jeg aldrig til at glemme.❞
Freyr Alexandersson er fortid i Lyngby Boldklub, men han efterlader sig et stort aftryk i klubben 🙏
Selv har han også fået store følelser for De… pic.twitter.com/FOjlez66qn
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024