fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Freyr klökkur er hann kveður Lyngby á fallegan hátt – „Ég mun aldrei gleyma því sem við höfum upplifað saman“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson var í dag staðfestur sem stjóri KV Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Hann er keyptur frá Lyngby í Danmörku. Freyr kvaddi Lyngby á einlægan hátt í myndbandi sem birtist fyrir skömmu.

„Kæra Lyngby-fjölskylda, eða vinir eins og ég kalla ykkur núna. Ég hef upplifað frábæra tíma með ykkur. Ég hef verið svo heppinn að vera hluti af þessum fótboltaklúbb sem hefur svo mikla merkingu fyrir mig og mína fjölskyldu. En nú er kominn tími til að kveðja, því miður,“ segir Freyr.

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra. Nú fer hann hins vegar annað.

„Ég hef fengið tækifæri og hef ákveðið að fara til Belgíu og þjálfa þar. Ég vil segja takk við alla í kringum klúbbinn, alla Lyngby-fjölskylduna sem hefur svo mikla merkingu fyrir mig og minn feril. Ég mun aldrei gleyma því sem við höfum upplifað saman.

Ég er viss um að það sem við höfum byggt hér sé svo sterkt að klúbburinn muni halda áfram að standa sig. Það er svo duglegt fólk hérna, svo gott fólk sem er með stóra sýn fyrir klúbbinn,“ segir Freyr og heldur áfram.

„Ég segi það frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir ykkar stuðning. Áfram Lyngby.“

Kveðjuræðu Freys má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Í gær

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Í gær

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“