Ben Brereton Díaz er genginn í raðir Sheffield United á láni frá Villarreal.
Þetta var staðfest í dag en Brereton Diaz kemur til með að reyna að hjálpa Sheffield United í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.
Sóknarmaðurinn er fæddur og uppalinn á Englandi en er með síleskan ríkisborgararétt og spilar fyrir landsliðið þar.
Brereton gekk í raðir Villarreal í sumar frá Blackburn en var í aukahlutverki á Spáni og er mættur aftur til Englands í bili.
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 9 stig eftir 20 leiki.
Welcome, Ben. 🇨🇱
Ben Brereton Díaz signs on loan from Villarreal CF until the end of the season.
— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 5, 2024