Ange Postecoglou, stjóri Tottenham segir að einn launahæsti leikmaður félagsins, Ivan Perisic spili ekki aftur fyrir félagið.
Perisic meiddist illa á hné á þessu tímabili og samningur hans er á enda næsta sumar.
Perisic ætlar sér þó að reyna að koma sér í form fyrir sumarið og vera með Króatíu á Evrópumótinu.
„Hann spilar ekki meira á tímabilinu, hann leggur mikið á sig,“ segir Postecoglou.
„Hann ætlar sér að reyna að ná verkefnum landsliðsins og vill því komast í form, við höfum saknað hans.“
„Ég ætlaði að hafa hann í stóru hlutverki, við sáum það í fyrstu leikjunum. Hann spilar líklega ekki aftur fyrir okkur.“