Karlalið Víkings í knattspyrnu karla var í kvöld valið lið ársins fyrir síðasta ár. Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu.
Víkingar unnu kjörið með nokkrum yfirburðum og fengu 116 atkvæði en 59 atkvæði fóru á kvennalið félagsins.
Karlaliðið varð Íslands og bikarmeistari en kvennalið Víkings vann næstefstu deild og varð einnig bikarmeistari með fræknum sigri á Breiðablik.
Karlalið Tindastóls í körfubolta endaði í þriðja sæti í kjörinu en þessi félög fenu atkvæði en 28 íþróttafréttamenn standa að kjörinu.
Lið ársins – Fjöldi atkvæða
Víkingur karla fótbolti 116
Víkingur kvenna fótbolti 59
Tindastóll karla körfubolti 50
Breiðablik karla fótbolti 23
Valur kvenna fótbolti 3
ÍBV karla handbolti 1