fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Telja líklegt að fyrirtæki sem starfi fyrir knattspyrnumenn komi að innbrotum – Tóku hluti fyrir 175 milljónir hjá Grealish

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innbrotsþjófarnir sem stálu skartgripum og öðrum verðmætum af heimili Jack Grealish höfðu mánuði áður reynt að brjótast inn á heimili kappans. Tóku mennirnir hluti sem metnir eru á 175 milljónir.

Rænigjarnir fóru þá á brott þegar lögregla keyrði framhjá heimili Grealish.

Brotist var inn á heimili Grealish í úthverfi Manchester rétt undir lok síðasta árs. Hann var þá að keppa gegn Everton.

Sasha Attwood unnusta Grealish og fjölskylda hennar voru hins vegar á heimilinu þegar gengið lét til skara skríða.

Þau hringdu strax á lögregluna en þjófarnir voru á brott eftir þrjár mínútur og virtust vel vita hvar verðmæti Grealish væru.

Lögreglan í Manchester rannskar málið en ítrekuð innbrot á heimili knattspyrnumanna þar á bæ eru farin að valda yfirvöldum áhyggjum.

Er það nú til rannsóknar hvort fyrirtæki eða þjónusta sem knattspyrnumenn nýta sér komi mögulega að innbrotunum.

Í tilfelli Grealish sem býr í þokkalega stóru húsi, þá vissu þjófarnir nákvæmlega hvar verðmætin var að geyma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona