Sex konur og fjórir karlar koma til greina til að hljóta nafnbótina Íþróttamaður ársins í kvöld.
„Ég er búinn að segja það í mörg ár að mér finnst algjör tímaskekkja að við skulum ekki velja bæði íþróttamann ársins og íþróttakonu ársins,“ sagði Sigmar í hlaðvarpinu 70 mínútur.
Hann færði svo rök fyrir máli sínu.
„Mér finnst að ungar íþróttakonur eigi skilið að fá sína fyrirmyndarhetju á hverju ári, alveg eins og ungir drengir fá oftast nær. Oftast nær er karl valinn íþróttamaður ársins. Af hverju ekki að framleiða fleiri íþróttahetjur? Þú gerir það með því að velja karl og konu.“
Þessi tíu (í stafrósröð) koma til greina sem íþróttamaður ársins
Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar