fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fær 150 krónur í laun fyrir fimm mánaða vinnu

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikola Kalinic er snúinn aftur til Hajduk Split í heimalandinu, Króatíu. Það sem vekur athygli eru laun hans þar.

Hinn 35 ára gamli Kalinic er uppalinn hjá Hajduk Split og er að semja við liðið í þriðja sinn. Hann gerði það einnig fyrir síðustu leiktíð en tók sér svo pásu frá fótbolta.

Nú er hann hins vegar mættur aftur og hefur skrifað undir samning út tímabilið. Það sem vekur athygli er að hann fær aðeins 1 evru í laun fyrir þann tíma.

„Þetta er auðveldasti samningur sem ég hef gert,“ sagði Kalinic eftir undirskrift.

Kalinic vill hjálpa Hajduk Split að vinna deildina en hann hefur gert garðinn frægan með liðum eins og AC Milan, Atletico Madrid, Fiorentina og Roma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur