Nikola Kalinic er snúinn aftur til Hajduk Split í heimalandinu, Króatíu. Það sem vekur athygli eru laun hans þar.
Hinn 35 ára gamli Kalinic er uppalinn hjá Hajduk Split og er að semja við liðið í þriðja sinn. Hann gerði það einnig fyrir síðustu leiktíð en tók sér svo pásu frá fótbolta.
Nú er hann hins vegar mættur aftur og hefur skrifað undir samning út tímabilið. Það sem vekur athygli er að hann fær aðeins 1 evru í laun fyrir þann tíma.
„Þetta er auðveldasti samningur sem ég hef gert,“ sagði Kalinic eftir undirskrift.
Kalinic vill hjálpa Hajduk Split að vinna deildina en hann hefur gert garðinn frægan með liðum eins og AC Milan, Atletico Madrid, Fiorentina og Roma.