Arsenal mun spila í alhvítum treyjum gegn Liverpool í FA bikarnum um helgina.
Skytturnar taka á móti lærisveinum Jurgen Klopp í 64-liða úrslitum keppninnar á sunnudag en verða þó ekki í sínum hefðbundna aðalbúning.
Það er vegna átaksins „Ekki meira rautt (e. No more red)“ gegn hnífaglæpum í London.
Arsenal hefur gert þetta undanfarin tvö tímabil á þessu stigi FA bikarsins, fyrst gegn Nottingham Forest og svo Oxford.
Hér að neðan má sjá treyjurnar sem Arsenal notar á sunnudag.
When we can stop worrying about where we can walk, we can start dreaming about where we can go.
No More Red ⚪⚪⚪
Join the team at https://t.co/hAJ1DZfmxA pic.twitter.com/cjxx3Shgci
— Arsenal (@Arsenal) January 4, 2024