Forráðamenn Arsenal lögðu fram kvörtun til dómara á fundi fyrr á þessu tímabili, vilja þeir að Bukayo Saka fái meiri vernd frá dómurum.
Forráðamenn Arsenal telja að lið leggi upp með það að brjóta á Saka.
Brotið hefur verið 87 sinnum á Saka á þessu tímabili en aðeins hefur verið oftar brotið á Jordan Ayew hjá Crystal Palace og Bruno Guimaraes hjá Newcastle.
Arsenal lagði fram kvörtun og telja að dómarar gefi of mikið skotleyfi á Saka.
Saka hefur ekki spilað vel undanfarnar vikur en Arsenal vill að dómarar séu fyrr til að spjalda þá sem brjóta á Saka.
Dómarar funda reglulega með liðum deildarinnar til að sjá hvað þeim liggur á hjarta og leggja línurnar.