Viðræður á milli Manchester United og Dortmund um Jadon Sancho eru að þokast vel áfram og er útlit fyrir að kappinn verði leikmaður síðarnefnda félagsins á ný.
Fabrizio Romano segir frá þessu í morgunsárið.
Sancho vill ólmur snúa aftur til Dortmund, félagsins sem seldi hann til United fyrir 73 milljónir punda sumarið 2021.
Englendingurinn ungi hefur átt í stríði við stjóra United, Erik ten Hag, undanfarna mánuði og á enga framtíð á Old Trafford, að því er virðist.
Sancho myndi fara til Dortmund á láni, til að byrja með hið minnsta, og United þyrfti áfram að borga hluta launa hans.
Dortmund þarf þó að greiða United lánsfé.
🚨🟡⚫️ Jadon Sancho deal is already advancing to key stages! Sancho wants Borussia Dortmund and the German club want deal to happen very soon. Talks underway.
Man United, now open to accept loan but they'll have to pay part of Sancho's salary ➕ BVB will have to pay loan fee. pic.twitter.com/eRW63DrbCa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 3, 2024