fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Segir að Gylfi hafi sannað þetta á kvöldinu sögufræga í haust

433
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 07:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hans ár, snýr aftur í boltann,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson stjórnandi Íþróttavikunnar þegar rætt var um Gylfa Þór Sigurðsson og endurkomu hans á knattspyrnuvöllinn.

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Hörður Snævar byrjaði á að ræða um Gylfa. „Hann á mjög góða tvo mánuði, kemur sér í gang með Lyngby og með landsliðinu. Vonbrigðin eru þessu meiðsli, viðbúið samt sem áður þegar 34 ára knattspyrnumaður fer af stað eftir tvö ár. Kannski full hratt farið af stað, byrjaður að spila með Lyngby eftir þrjár vikur á æfingum. Kannski er enginn réttur hraði, heldur bara keyra á þetta og vona. Hann á sex vikur sem eru hans vikur en hann er líklega að æfa eins og skepna núna. Næsta ár verður árið hans Gylfa.“

Kristján segir að Gylfi hafi sannað ágæti sitt í sumar. „Hann er besti landsliðsmaður sögunnar og sannaði það með markametinu, að koma til baka 34 ára eftir tveggja ára hlé. Það er ekkert grín, þetta er ekki körfubolti eða hvað. Ég hef fulla trú á þessu, hann fer í undirbúningstímabil núna. Deildin byrjar í febrúar, sex vikur á fullu. Frá því að deildin byrjar er mánuður í landsleikinn við Ísrael.

Ef hann er með gæja eins og Hákon sem hlaupa fyrir hann, hann er þjálfari inn á vellinum.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture