Gary Lineker, stjórnandi fyrrum knattspyrnumaður og stjóranandi þáttarins Match of the Day á BBC, var allt annað en sáttur með færslu sem miðillinn birti í gær.
Í kjölfar þess að Wayne Rooney var látinn fara sem stjóri Birmingham birti BBC færslu sem margir töldu óviðeigandi.
„Að skipun Peaky Blinders hefur Wayne Rooney verið rekinn frá Birmingham,“ stóð í færslu ríkismiðilsins og var mynd af Rooney breytt í anda þáttanna vinsælu, sem eiga að gerast í borginni Birmingham.
„Eyðið þessu,“ skrifaði Lineker á samfélagsmiðla og varð BBC við því. Færsluna má þó sjá hér neðar.
Rooney tók við Birmingham í haust og þá var liðið í sjötta sæti ensku B-deildarinnar. Var John Eustace mjög óvænt rekinn til að koma Rooney að.
Undir stjórn Rooney vann Birmingham aðeins tvo af fimmtán leikjum sínum og situr nú í 20. sæti.