Wayne Rooney var rekinn úr starfi sem þjálfari Birmingham í gær eftir stutta dvöl hjá félaginu.
Rooney tók við Birmingham í haust og þá var liðið í sjötta sæti deildarinnar. Var John Eustace mjög óvænt rekinn til að koma Rooney að.
Undir stjórn Rooney vann Birmingham aðeins tvo af fimmtán leikjum sínum og situr nú í 20. sæti.
Rooney ákvað að hætta með DC United til að halda heim til Englands en nú telja enskir miðlar að Rooney sé í vandræðum.
„Rooney gæti verið að klára þjálfaraferil sinn 38 ára gamall,“ skrifar Ian Ladyman, blaðamaður Daily Mail.
„Hann hlýtur að spyrja sig af því af hvejru hann tók þetta starf.“
Rooney hefur þjálfað Derby, DC United og Birmingham á stuttum þjálfaraferli sínum en nú gæti hann þurft að finna sér nýja starfsvettvang.