fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Ekki er allt sem sýnist hjá „kynþokkafyllstu konu heims“ – Heimsfrægir menn hafa látið blekkjast

433
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emily Pellegrini er ansi vinsæl samfélagsmiðlastjarna og hefur hún fengið mikla athygli frá stjörnum úr íþróttalífinu. Ekki er þó allt sem sýnist, Emily er ekki raunveruleg.

Emily hefur verið kölluð „kynþokkafyllsta kona heims“ og er hún með 135 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún var hins vegar búin til af gervigreind en eigandi miðla hennar græðir á tá og fingri.

„Ég bað Chat GTP um að búa til draumakonu hins almenna karlmanns og hún er með brúnt hár og langa leggi. Þannig ég hafði hana þannig. Mig langaði að hún væri viðkunnanleg og aðlaðandi. Ég vildi hafa hana eins raunverulega og mögulegt er,“ sagði eigandi miðla Emily við Daily Mail á dögunum.

Það má segja að það hafi tekist nokkuð vel til. Emily er ansi raunveruleg.

Það sem meira er láta margir blekkjast og bjóða Emily á stefnumót og hvaðeina. Oft eru það ríkir menn, til dæmis íþróttamenn.

„Það hafa margir samband við hana. Það eru mjög frægir einstaklingar, knattspyrnumenn, milljarðamæringar, MMA bardagakappar og tennisstjörnur,“ sagði eigandi miðla Emily.

Nú hefur einstaklingurinn sem bjó Emily til einnig stofnað aðgang fyrir „systur“ hennar, Fiona Pellegrini. Er sá aðgangur kominn með 30 þúsund fylgjendur á nokkrum vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
433Sport
Í gær

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag
433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Í gær

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“
433Sport
Í gær

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“